15.6.06

HM er RUGL!!!

jú það er ekki hægt að segja annað en að HM sé RUGL skemmtilegt. ég var alveg búinn að gleyma því. Þannig er mál með vexti að ég var búinn að gera samning við Helenu mína um að horfa bara á tíu leiki, fannst það bara nokkuð gott því að mig minnti að á síðasta HM þá hafi ég ekki horft á nema eitthvað um 10 leiki. En núna vill svo "leiðinlega" til að ég er í orlofi, ég kýs að kalla þetta ekki fæðingaorlof vegna þess að þá gæti verið hægt að hanka mann á einhverju. Annars er þetta samningsmál sme ég gerði við Helenu komið í lögfræðing og á meðan það er þá verð ég að halda áfram að brjóta samninginn eins og get muahhahahahah. Annars finnst mér nú ekki sanngjarnt að segja að ég hafi horft á marga leiki, ekki nema 12 af tuttugu sem komnir eru. 60% nýting þykir nú ekkert rosalegt. Annars þá læt ég ykkur vita hvernig þetta dómsmál fer. Ég reikna nú með að það náist sátt í málinu en hún verður ekki rædd fyrr en eftir 9júlí nk.

kveðja GuHnnMar.(leynd skilaboð í undirskriftinni. hehehe

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home