27.1.06

Einkahúmor en fyndin tilvitnun

hér vitna ég í blogg Vignis Svavarssonar sem spilar með Skjern í Danmörku en þaðan kemur einmitt vinur okkar Hjalta.Þetta er úr blogginu hans þegar að hann í á móti með Landsliðinu í Noregi. hér kemur hluti úr blogginu: "Fórum í verslunarmiðstöð bæjarins og sumir versluðu á meðan aðrir skoðuðu sig um, svo var tekinn góður göngutúr þar sem ég komst að því að Kristjansund er ekki svo ólíkt Skjern(fossi), það var töluvert um að ungir bólugrafnir menn voru á ljótum bílum með græjurnar í botni og keyrðu um án þess að spara bensínið".

ég veit að það er örugglga bara einn maður sem á eftir að hlæja af þessu og það mun vera góðvinur minn hann Hjalti.

Hilsen fra Skjern

Gunnar Bjarnason

23.1.06

Helgin afstaðin!!

já þá er helgin afstaðin. Helena mín kom að heimsækja mig og það er ekki annað hægt að sejga en að það hafi bara verið hrein snilld að fá hana til sín.Þótt að þetta sé fljótt að líða þessar tvær vikur styttir þetta tímann að sjá bumbuna svona krúttilega, Nú við gerðum hitt og þetta af okkur en þó aðallega versluðum við eins og gengur og gerist. Nú er það oft þannig að manni finnst maður vera að fitna og yfirleitt gerir maður ekkert í því fyrr en allt er komið í kaos, Þannig er það einmitt með mig, ég hef alltaf notað 33"til 34" í mittið en þegar það er orðið of lítið þa´er kominn tími til að gera eitthvað!!!!! ég segi ekki meir en við látum árangurinn tala verkin.

annars er ég bara að fara að chilla og bið því að heilsa ykkur og heyrumst snart

Gunnar Bjarnason

16.1.06

Falleugr líka pabbi hennar Frau Stadthagen!!

já það er ekki hægt að segja annað en Frau Stadthagen sé klikkuð:) hún er sko kona sem sér um að kenna fólki að keyra á flugvellinum. Og er ekkert að djóka þegar hún er að KEYRA á flugvellinum!!!!! smá einahúmor ég bara varð að koma þessu frá mér og er til betri leið en bloggið??? ég bara spyr????. Annars var ég hérna solo um helgina í ágætis gír, Og því verður nú ekki neitað að það er ögn skárra að hafa einhvern með sér.............finnst ykkur það ekki. En allavega þá er búið að leggja inn deposit fyrir dekkjunum á bensann og sæki ég þau á miðvikudag........ sem er einmitt deginum áður en Helena kemur(ég er ekkert orðinn spenntur sko) :). Ekkert meira að frétta í sjálfum sér í bili.

bið þá bara að heilsa ykkur og hafiði það gott

Gunnar "Stadthagen" Bjarnason

13.1.06

ALLT AÐ SKE SKE!!

já góðan dag góðir hálsar og gleðilegt ár!!

það er ekki hægt að segja annað en það sé allt að gerast hjá okkur hérna megin við ljósleiðarann. Svo ég gefi ykkur smá brush up á ca. síðustu 3 vikum. Þið munið kannsk eftir ´þegar ég fór til Kanarí að hitta mína heitelskuðu og hennar fjölskylu? anyhow þá fór ég semsagt héðan frá Kölnarborg þann 24 des síðastliðinn með Air berlin....... sem er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir það að fótaplássið á þessum beyglum er akkurat ekki neitt, til að bæta gráu ofan á svart sat ég við hliðina á einhverjum lungnasjúklingi alla leið(í fokking 4 tíma+) allavega lét ég það lítið á mig fá svona úta við. nú ég var mættur um morguninn og crashaði í smá stund og svo fórum við í einvhern vatnsgarð sem var mjög gott. um kvöldið nærðum við okkur eðlilega og efir það lét kallinn sig hafa að(reyndar eftir mikla pressu)fara í einhverja svona kúlu sem manni er skotið upp með......... mjög gaman sko. jóladagur rann svo upp og þá fórum við á ströndina og chilluðum þar. 26 förinni heitið til LAS PALMAS, eðlilegt verslunarrugl sem fylgdi því. á milli jóla og nýars málaði ég geymsluna............ slakiði á maður við erum að finna skápa(nei það er bara leiðinlegt þegar að fólk spyr mann svona) hehe. sma einkahúmor milli mín og ....uhhhh bloggsins. Svo rann upp stóra stundin. Mér var tjáð að ég fengi að ráða hvernig bíl við mundum kaupa. Kallinn var svosem ekkert að slaka á þþví heldur keyptum við 2002 módel að Mercedes Benz C200 kompressor svartur með leðri og öllu. semsagt GEÐVEIKUR bíll.(já já það eru til flottari bílar og allt það fólk amá alveg rub it in) en Bens er bens og verður ekkert annað og fyrir mér fást ekki svalari vagnar. ég ræði þetta ekki meir. Nú ég er ekkert að gleyma því eða setja ´það aftar á listann en Helena mín er enn ófrísk og það er ekki hægt að segja annað en bumban og ´hún sjálf reyndar verða bara sætari og dúllulegri með hverjum degi og ekki laust við að maður fari að verða mjög spenntur að setja Krílið í bensann;););).
Nú ég verð hér í kölnarborg fram til 25 jan og kemur Helena að heimsækja mig þann 19 og verður til 22 minnir mig.

ég gef ykkur meira update á því sem er að gerast í lífi mínu seinna þegar ég hef ekkert að gera. HEHE

Gunnar Bjarnason