18.11.05

kominn í nýju vinnuna!!

jæja þá er kallinn mættur ti Kölnarborgar í nýju fínu ægilega góðu vinnuna.byrjar bara mjög vel verð ég að segja............þótt að það sé dáldið kalt hérna þegar líður á kvöldið. Maður verður bara að harka þetta af sér enda er manni suppliað bara góð vetrarföt svokölluð. allt voða got og fínt með það. Það er hinsvega dálítið annað að vinna nætuvaktir í staðinn fyrir 9-17 fílinginn á gamla staðnum. Allt hefur sína kosti og galla, sama hvað það er.

það er svsem ekkert merkilegt að frétt héðan allavegana

bið að heilsa í bili

kveðja Gunnar Bjarnason

13.11.05

SUNNUDAGAR

Jú sælt veri fólkið!!

Sunnudagur til sælu segri víst í ljóðinu. Margur hefur velt því fyrir sér af hverju skaparinn tók sér frí á sjöunda degi. Ég hef ekki hugmynd um það en grunar bara að hann hafi verið latur eins og allir aðrir eru á þessum degi. Nú sunnudagar eru í sjálfum sér hvorki slæmir né góðir í mínum huga. Það er nú bra einfaldlega vegna þess að oft er maður hreinlega bara að bíða eftir að hann klárist einmitt vegna þess að hann er svo rólegur. Laugardagar hins vegar finnst mér vera góðir dagar því að þá er alltaf eitthvað í gangi hvort sem er að deginum til eða kvöldinu.......... jæja nú er ég búinn að hita ykkur upp í pælingum um daga og nenni þar af leiðandi ekki að skrifa meir

góðar stundir

Gunnar Bjarnason