5.10.05

Önnur Vinna Önnur Tækifæri??

Þessari spurningu hafa sjálfsagt margir velt fyrir sér og Kannski sérstaklega Þorgeir bróðir minn sem hefur verið í að ég held á þriðja tug vinna. En þannig er mál með vexti að ég er að athuga hvort grasið sé grænna hinu megin og hef fengið vinnu hjá Flufélagi nokkru hér á landi sem kýs að kalla sig Bláfugl. Nú, verð ég staðsettur í Köln í þýskalandi, vinn í tvær vikur í senn og er svo í fríi í tvær vikur. Í sjálfum sér er allt gott um þetta að segja og eins og Hemmi Gunn sagði einhvern tíma að það er betra að prófa hlutina heldur en að vakna upp áttræður í inniskónum og segja við sjálfan sig "það hefði nú verið gaman að prófa að fara til Kölnar þarna um árið" ég reikna með að byrja um mánaðarmótin OKT-NÓV. Verð ég ekki bara að briefa ykkur seinna um hvað þetta snýst.

með Kveðju eða eins og Þjóðverjarnir segja Auf wiedersehen(eða eitthvað álíka)

Gunnar Bjarnason

1 Comments:

At 9:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Very cool of you to let us post to your blog. If you are interested in making $3,000 or more per week please check out my work from home website. Thanks again and take care!

 

Skrifa ummæli

<< Home