23.10.05

HÆ HÆ HÆ!!

Í titlinum er ég að vitna í Nýtt líf muniði ekki þegar að þ'or kom einhvern tíma með Maríu á Einhvern bar og sagði þetta.(skiptir ekki öllu en mér fannst þetta fyndið)

Allavega þá var ég/við að kaupa mér/okkur nýjan helvíti magnaðan 19" flatan skjá. Það er alveg magnaður andskoti hvað það er öðruvísi að horfa á þetta usss usss össss össs segi ég nú bara. Svo náttúrulega af því að maður er á leið í bissnissss til útlandana varð maður að kaupa sér fartölvu svo að maður geti fylgst með tvíburunum(ekki bræðrum mínum heldur........... æi þið fattið þetta seinna), og Helenu minni náttlega. Ananrs er ég að byrja hjá Bluebird á morgun 24 Október. Verð í Keflavik til að byrja með og fer svo til Kölnar um miðjan næsta mánuð reikna ég með. Það verður asskoti fínt reikna ég með. Vinnutímanum er háttað þannig að ég verð að vinna í tvær vikur og fríi í 2. Nú þetta er spennandi eins og kannski áður sagði þótt að maður þurfi að færa vissar fórnir. Annars er ekkert mikið annað að frétta svosem...... en er þetta ekki nóg spyr ég??

bið að heilsa í bili ég þarf að fara að "vinna" í fartölvunni minni hehehehehehehe

Gunnar Bjarnason

5.10.05

Önnur Vinna Önnur Tækifæri??

Þessari spurningu hafa sjálfsagt margir velt fyrir sér og Kannski sérstaklega Þorgeir bróðir minn sem hefur verið í að ég held á þriðja tug vinna. En þannig er mál með vexti að ég er að athuga hvort grasið sé grænna hinu megin og hef fengið vinnu hjá Flufélagi nokkru hér á landi sem kýs að kalla sig Bláfugl. Nú, verð ég staðsettur í Köln í þýskalandi, vinn í tvær vikur í senn og er svo í fríi í tvær vikur. Í sjálfum sér er allt gott um þetta að segja og eins og Hemmi Gunn sagði einhvern tíma að það er betra að prófa hlutina heldur en að vakna upp áttræður í inniskónum og segja við sjálfan sig "það hefði nú verið gaman að prófa að fara til Kölnar þarna um árið" ég reikna með að byrja um mánaðarmótin OKT-NÓV. Verð ég ekki bara að briefa ykkur seinna um hvað þetta snýst.

með Kveðju eða eins og Þjóðverjarnir segja Auf wiedersehen(eða eitthvað álíka)

Gunnar Bjarnason