29.8.05

Kvikmyndagagnrýni!!!

já allt er breytingum háð og þar með talið þetta blogg!! nú það hefur verið brotið blað í kvikmyndasögunni og það segir sig nú sjálft að það mæta fjölmiðlar og allir eru þeir með blómvendi á staðinn. Nú þannig er mál með vexti að kallinn skellti sér í bíó um helgina á mynd með ekki minni leikara heldur en Bill murray eða Bjögga eins og við kjósum að kalla hann.Sem betur fer bjóst maður ekki við neinu því að við höfðum ekkert heyrt um þessa mynd. Ok myndin byrjaði mjög rólega og ekkert gerðist framan af. Ég sofnaði örugglega þegar svona 10 mín voru liðnar af myndinni og náði örugglega svona um 15 mín kríu..og svei mér þa........haldiði að þetta hafi ekki bara verið skemmtilegustu 15 mín í myndinni!!!! semsagt myndin var svo ömurleg að ég missti nákvæmlega ekki af NEINU við að leggja mig þarna.

þetta var kannksi ekki besta kvikmyndagagnrýni í heimi en myndin var ÖMURLEG!!

kveðja Gunnar Bjarnason

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home