26.7.05

HITABYLGJA OG BLÍÐA!!

já ekki getum við bæjarbúar kvartað yfir veðrinu núna!! það er alltaf fyndið þegar að veðurfréttamennirnir segja þetta.Það er eins og maður eigi eikkað að þakka þeim sérstaklega fyrir að fá svona gott veður........ og ég tók eftir því í gær í einsemdinni(Helena mín er sko á kvöldvöktum núna) að núna eru veðufréttamennirnir að passa sig á að spá ekki of vondu veðri fyrir versló. Því að þá gæti fólk farið að kenna þeim um hvernig veðrið sé............. en mér er svo sem alveg sama því ég verð bara heima um versló þett árið :) ég er búinn með mitt sumarfrí. Við fórum hringinn á mettíma á yarisnum og ég verð að segja að ég er að verða hrifnari og hrifnari af þessum bílum. eyðir minna en zippo og liggur eins og tælensk :) lágum svo eins eins og skötur í tvo daga....... en eitt sinn verða allir menn að deyja og f´ri að enda. En alltaf gamana að vera í fríi á góðum dögum. og ég bið því að heilsa í bili því að kallinn er víst í vinnuni

Bið að heilsa Gunnar B.

5.7.05

það hlaut að koma að því!!

já eins og oft áður hef ég sagt að það hlyti að koma að því að ég þyrfti að fara að vinna fyrir laununum mínum. Þeir dagar eru runnir upp...... Kallinn mætir bara milli átta og níu á morgnana og er ekki komin heimtil sín fyrr en fyrsta lagi um kvöldmat(er það ekki annars um 7 leytið?) og já kallinn er bara farinn að vinna um helgar líka........ og ekki nóg með það heldur tvær helgar í röð........... ekki tvær á ári!!!........ þetta er nú ein af ástæðunum fyrir að ég hef ekki bloggað undanfarið.. Svo rekur maður líka stórt heimili og það þarf víst að sinna því:). En ég má ekki vera að þessu ég þarf að jafna mig fyrir morgundaginn.. jú maður þarf víst að vinna

bið að heilsa Gunni vinna eins og ég kalla mig þessa dagana