4.3.05

Þetta snýst bara um Bissniss!!

jú góðan daginn og komiði sæl!

það er bara sama gamla að frétta af kallinum, nema að núna er ég að rjúka í bissniss til hinnar stóru ameríku, nánar tiltekið Wichita Kansas, í rétt um 3 vikur. Þangað er ég að fara á námskeið á vélarnar og vona ég svo innilega að eftir námskeiðið verði ég þroskaður maður sem get séð um að skrúfa skrúfur og kvitta verkið mitt út eins og við segjum í bransanum!! Nú ég flýg semsagt til Minneapolis í dag verð þar fram á sunnudagskvöld, Þaðan fer ég í einum rykk til wichita og verð þar í eins og áður sagði um 3 vikur.... ég kem nú með update af reisunnin reglulega reikna ég með en ekki búast við því samt. en ég bið að heilsa í bili og

segi bara
jíha let´s go ride some bronco´s(stolið úr waynes world 1)

fallega líka kallinn mætir örugglega aftur á klakann með hatt og spora ég get svo svarið það

en eins og segir í auglýsingunni Guð minn góður svínafóður

en ég er rokinn veriði blessuð

Gunnar "cowboy"Bjarnason

1 Comments:

At 3:16 e.h., Blogger burger said...

Hafðu það gott í KS. Mæli með Monster Thickburger á Hardee's ef þú rekst á einn slíkan í Wichita - en Hardee's er úti um allt in the Midwest. Mundu svo að kaupa kúrekagallan fyrir mig.

JH "Shit kicker"

 

Skrifa ummæli

<< Home