26.2.05

Seint blogga sumir en blogga þó!

já það er ekki að spyrja að því. Ónefndur föðurbróðir minn sem ég kýs að nefna ekki á nafn en við skulum bara kalla hann Gumma hér jós svoleiðis yfir mig skömmun í liðinni viku fyrir að nenna ekki að blogga og ég svosem álasa honum ekkki fyrir það. En af mér eer svosem ekki mikið að frétta frekar en venjulega nema það að ég munyfirgefa klakann í rétt rúmar þrjár vikur í mars mánuði og er að fra í "bissniss"ferð til fyriheitnalandsins eða eins og sumir vilja kalla það Bandaríkjanna(ég hef kosið að kalla þau randabíkin eða Randbikes svo maður bregði fyrir sig máli þeirra innfæddu), Nú annað er það að ég er búinn að kaupa mér íbúð og er hún staðsett í laufengi.......... dáldið magnað að eins og mér finnst leiðinlegt að flytja þá er ég búinn að flytja einu til tvisvar á ári síðan 2002. Reyndar mér til varnar var það nauðsynlegt í flestum tilfellum. Já vel á minnst fyrir ykkur þarna úti sem vantar íbúð þá er mín til sölu.abbabbabbabb já einshverjir gætu hugsað sér gott til glóðarinnar(hvað sem það nú þýðir) og hugsað hei það verður enginn þarna á meðan og kannski fæ ég að vera í "húsinu" á meðan en sov er nú reyndar ekki því að ég verð með tvær manneskjur að passa húsið og einn varðhund. manneskjurnar eru Össi bró og Jenna litla(hún er samt ekkert geðveikt lítil bara gaman að kalla hana það, En hlustiðið nú varðhundurinn er Jens Bjarni litli frændi ég kalla hann varðhund því að hann er jú frekar massaður og þegar hann er svangur þá grenjar hann eins og þegar varðhundar gelta!!

takka fyrir mig í bili og ég heyri nú í ykkur von bráðar............ semsagt það líður minna en vika á milli blogga hjá mér

Gunnar"bissnissblogg" Bjarnason

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home