26.2.05

Seint blogga sumir en blogga þó!

já það er ekki að spyrja að því. Ónefndur föðurbróðir minn sem ég kýs að nefna ekki á nafn en við skulum bara kalla hann Gumma hér jós svoleiðis yfir mig skömmun í liðinni viku fyrir að nenna ekki að blogga og ég svosem álasa honum ekkki fyrir það. En af mér eer svosem ekki mikið að frétta frekar en venjulega nema það að ég munyfirgefa klakann í rétt rúmar þrjár vikur í mars mánuði og er að fra í "bissniss"ferð til fyriheitnalandsins eða eins og sumir vilja kalla það Bandaríkjanna(ég hef kosið að kalla þau randabíkin eða Randbikes svo maður bregði fyrir sig máli þeirra innfæddu), Nú annað er það að ég er búinn að kaupa mér íbúð og er hún staðsett í laufengi.......... dáldið magnað að eins og mér finnst leiðinlegt að flytja þá er ég búinn að flytja einu til tvisvar á ári síðan 2002. Reyndar mér til varnar var það nauðsynlegt í flestum tilfellum. Já vel á minnst fyrir ykkur þarna úti sem vantar íbúð þá er mín til sölu.abbabbabbabb já einshverjir gætu hugsað sér gott til glóðarinnar(hvað sem það nú þýðir) og hugsað hei það verður enginn þarna á meðan og kannski fæ ég að vera í "húsinu" á meðan en sov er nú reyndar ekki því að ég verð með tvær manneskjur að passa húsið og einn varðhund. manneskjurnar eru Össi bró og Jenna litla(hún er samt ekkert geðveikt lítil bara gaman að kalla hana það, En hlustiðið nú varðhundurinn er Jens Bjarni litli frændi ég kalla hann varðhund því að hann er jú frekar massaður og þegar hann er svangur þá grenjar hann eins og þegar varðhundar gelta!!

takka fyrir mig í bili og ég heyri nú í ykkur von bráðar............ semsagt það líður minna en vika á milli blogga hjá mér

Gunnar"bissnissblogg" Bjarnason

17.2.05

Tsuanalíb!

já fyrir ykkur sem eruð góð í fataiðn þá stendur þarna í titlinum Bílanaust afturábak! þannig er nú mál með vexti að ég hef nú nokkrum sinnum átt viðskipti við þessa stofnun þegar maður er í bílameikinu. Og svo bar til um daginn að ég þurfti að kaupa mér grill í bílinn minn (toyotuna)ég á reyndar bara einn bíll sem heitir toyota carina 95(fékk hann ódýrt og skil það mætavel) nú ég hringi þarn aog spyr hvað grill kostar í þennan bíl og fæ upp töluna 4810 Kr. ekkert að því svosem því það kostar um 14500 í toyota umboðinu(það er ekki einum sinni úr gulli). það átti að vera til eitt stykki á lagernum hjá þeim, nú ég fer niðureftir og ætla að kaupa þetta en þá er þetta ekki til en hann gat nú pantað þetta fyrir mig...... og þá var það allt í einu komið uppí 6725 Kr. semsgt hækkað um 1915 Kr. á þessum 10 mín frá því ég hringdi og þar til ég kom!! fínn gróði þar. Jæja gaurinn pantaði þetta sesagt fyrir mig og það tók eitthvað um tíu daga ekkert að því. Svo loksins fór ég niðueftir að sækja þetta og ég borga bara eins og hver annar........ nei nei þá kostaði þetta ekki nema 2835 Kr!!!!!!!!! ég borgaði nú bara með bros á vör en fannst nú samt helv... magnað að þarna hafði ég uppplifað þrjú verð á nokkrum dögum..já ég skil ykkur alveg ef að þið eruið eins hissa yfir þessu eins og ég, ég missti hreinlega andlitið(nei djók það getur enginn bara misst andlitið sisvona) var semsagt frekar hissa. en ég spyr sensar þetta meik(meikar þetta sens)

allavega bíllinn minn kominn með framtennurnar aftur og ég ennþá með mínar þannig að við félagarninr getum ekki verið sáttari!!

p.s. kannski nefndi é gekki alla sem áttu þarna hlut að máli en ég vona ða ég hafi ekki sært viðkomandi (",)

13.2.05

Þórublót!!

já nú reka kannski einhverjir upp stór augu og spyrja sig á þetta ekki að vera þorrablót. Jú kannski getur það verið þar sem þorrablótið var haldið heima hjá Þóru frænku kýs ég að kalla þetta Þórublót!! þetta var geðveikt gaman menn og konur misölvuð. Étið, sungið, trallað og drukkið eins og þetta á að vera, svo var haldið í bæinn og ég mæli ekki með því að fara í flauelsjakka, gallabuxum og skyrtu einni fata í 7 stiga frosti og ógeði. Það boðar ekki gott!!

11.2.05

BISSNISS!!

já það er ekki hægt ða segja annað en kallinn sé í bissniss þessa dagana því nú er íbúðin kominn á sölu bara ha ha sem er mjög gott......... og ég er búinn að kikka á nokkrar íbúðir og list vel á eina sem ég er að spá að bjóða í,,,,,,, ætla maður bjóði ekki svoan millu ekki minna allavega(HEHE) alltaf sniðugur........ enb vildi bara leyfa ykkur að vera með í loopuni

bið að heilsa
Gunni"Í bissniss" Bjarnason

8.2.05

Uppskrift!!

þá er komið að uppskriftar horninu mínu og í dag ætlum við að gera drykk!

í þennan drykk þurfum við rækjur,hangikjöt(helst súrt) gamla blauta sokka(helst óhreina)mysu, frosið brauð(eða klaka) og síðast en ekki síst hitaveituvatn.Við byrjum á því að ganga í sokkunum í 1 ár, svo geymum við hangikjötið við stofuhita í svipaðan tíma en pössum að það kólni ekki niður fyrir 48,6°F(fahrenheit)ca. 9 °celsíus mysu bruggum við sjálf, brauðið verður að vera fryst í saltpækli og á að vera um 50°K(kelvin)ca. -223°celsius og hitaveituvatnið fáum við úrtjörninni í reykjavík(hlutinn sem er hitaður upp á veturna!! nú þetta er allt set í mixer og drukkið með bestu lyst.Þar sem ég borða ekki rækjur og finnst þær ógeðslegar þá "pilla" ég þær ekki og hef þær hráar útí.

Nei djók ég mundi nú ekki fara að drekka þennan drykk. þetta var bara til ða ná athygli ykkar. Ég var semasgt að blanda mér góðan drykk. Vanillu KEA skyr bananar klaki. Allt sett í múllarann og mixað í köku helvíti gott og hollt!!

Gunnar "njótið vel " Bjarnason

6.2.05

Bók bókanna(biblían) (",)

jæja krakkar mínir þegar hugmyndir eru eins virkar og gasstöðin við hlemm er ekki hægt að búast við miklu!

en mér til mikillar ánægju er ég kominn með sky aftur og er einmitt að horfa á leik minna manna á móti Atletico madrid(mínir menn)eru sko Barcelona, nu gætu einhverjir hugsað fucking glory hunter halda með þeim því þeir eru efstir.Nei krakkar mínir það er nú ekki svo ég hef haldið með Barca helvíti lengi, man nú ekki hvenær ég byrjaði en það vara fyrir tíð internetsins. Nú hugsa sjáfsagt margir glöggir, hmmm internetið var fundið upp 1969 frekar en 67 og hann er fæddur 1978(samt ekki í samtökunum)ekki það að ég hafi neitt á móti þeim tökum er bara ekki í þeim:)ég er að tala um áður en að internetið komst inná nánast hvert heimili. Samt er þetta magnað að þegar maður byrjar þá vellur úr manni steypan á sýran eins og þessi póstur ber glögglega með sér!!

kveðja Gunnar"nú fer seinni hálfleikur að byrja" Bjarnason

2.2.05

daginn daginn!!

já góðan daginn hér!!

vildi bara láta ykkur greyin mín að ég er á lífi, þrátt fyrir að ég hafi reynt að fremja sjálfsmorð í gær!! já sjálfsmorð hugsa menn og brosa ekki en láitð ekki blekkjast. Þannig er mál með vexti að ég er í "teami" með Adda og við fengum lánaða "pinnabyssu" eins og við köllum þetta í bransanum, ég fékk það hlutverk að skjóta. Svo var nú kallinn búinn að skjóta nokkur hundruð nöglum og sjálsstraustið komið í botn en þá gerðist þetta. Var með laska(bransaorð ekki fyrir alla að skilja) og ég hélt honum bakvið með annari hendinni og skaut.Fann svo fyrire hressum sviða í puttanum og sá að það blæddi smá.............en maður harkaði þetta af sér. I rauninni var þetta ekki neitt merkilegt bara gaman að segja frá þessu svona.Maður er eins og æsifréttablöðin setur upp massafyrirsasgnir til að fá lesningu, en ég get lofgað ykkur að þetta verðu í eina skiptið því að ég er alltaf með krassandi blogg!!

kveðja Gunnar"níufingramaðurinn" Bjarnason