9.1.05

Ræktin á Sunnudögum

Það er nú ekki á hverjum degi sem að maður fer í ræktina á sunnudögum......... sérstaklega í ljósi þess að sunnudagar eru bara einu sinni í viku. En ég fór semsagt í morgun(það er sunnudagur í dag ekki daloondagur)og var það í rauninni ekkert frábrugðið öðrum dögum. Ég var að hugsa fyrstu setninguna í ræktinni og varð bara að segja einhverjum frá því. Ég vildi ekki snúa mér að næsta manni og segja honum þetta... maður veit ekkert hvernig fólk bregst við sko!! gæti haft leiðinlegar afleiðingar.

En eins og svo oft áður þá hef ég ekki tíma fyrir þetta þarf að fara að gera eitthvað

kveðja Sami Gunninn bara "nýr" líkami

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home