16.1.05

Góðan daginn!!

jæja góðan daginn og gleðileg jól væri kannski viðeigandi að segja ef það væru jól!! en annars þýðir náttúrulega ekkert að blogga bara einu sinni í viku..... það venst nú alveg vona ég þar sem ekkert nýtt er að frétta af manni!!

en ég fór á föstudaginn með guttunum úr flugskólanum aðiens úá lífið. Fórum á snoker sport bara í hafnarfirði og spiluðum POOl og sumir voru mökkaðir en ég var bara rólegur;) kominn heim eikkað um tvö og aldrei þessu vant gat ég sofið út. Ég svaf alveg til 11, það var svo sem allt í lagi því að við ætluðum(ég og le twinbakes ásamt Rúnu) ekki að mæta hjá Adda(Arnar smiður og coari)fyrr en um 12 leytið að horfa á Liverpool-Manchester united... við skulum ekkert ræða um hvernig leikurinn fór það vita það allir sem hafa áhuga á þessu. allt í góðu með það svo fór ég heim, gerði mig kláran fyrir Emmessís boltann... og eins og venjulega er það mjög fínt og það batnar bara þegar maður er kominn í smá form og hættur að æla lifrum og lungum.Eftir það tók við smá tími til að jafna sig. Þar sem að ég hélt að veðurspáin væri fín ákvað ég að þrífa bílinn minn og reyndar gerði Össi það líka því að maður en það er nú samt greinilegt að maður þarf að fylgjast með veðurspánni bara helst á 5 mínutna fresti...... því þetta veður breytist hraðar en hratt..... því að það þurfti endilega að fara að snjóa í nótt og núna er ennþá snjór og 0 stiga hiti........Þetta fer að verða helv...... böggandi þetta veður því mig minnir að það sé búið að vera ömurlegt veður síðan þessi "hitabylgja" eins og sumir vilja kalla hana reið yfir hérna 1953 það virðist vera svo langt síðan!!


semsagt kallin bara góður yfir öllu nema veðrinu og allt ægilega fínt að frétta

kveðja Gunnar!!!!!

1 Comments:

At 10:58 f.h., Blogger Óli Pééé said...

helv. veður! Maður verður gráhærður á þessu drasli... en vonandi að sumarið verði þá þeim mun betra :p keanooooo eða á maður að segja rooooney núna :p.. eða kannski duuuuudeeeek!!! blessar

 

Skrifa ummæli

<< Home