30.1.05

ÚFF!!!

Já þetta eru erfiðir dagar sumir, það er ekki hægt að segja annað. Kallinn byrjaði semsat daginn á því að fara í ræktina en sökum bakmeiðsla var það eiginlega hálftilgangslaust. Svo var komið að fyrsta highlights of the day, hann Gundi frændi var nefndur Jens Bjarni(maður á víst ekki að segja skírður heldur nafndur) ægilega fínt nafn á fínum frænda.Þar var étið náttlega eins og maður fengi Borgað fyrir það. Svo náði maður nú smá pásu milli skírnarinnar(má segja þetta því athöfnin sjálf heitir skírn) og second highlights of the day til að horfa á leikinn manu-midd(manu vann vel að merkja 3-0)nú þegar afyrri hálfleik var lokið hélt maður uppí mosó(nánar tiltekið Arnartanga, fólk gæti haldið að ég hefði farið til Bjarna Bróðirs) nú´eins og áður sagði second highlights of the day nú í 75 ára afmælið hennar ömmu!! það var helvíti fínt þar át maður nú eins og maður hefði fengið meira borgað en í veislunni á undan. Semsagt ekki ´goður dagur ef maður var að spá í að létta sig en frábær dagur að öðru leyti!!

Kv Gunnar "Guðfaðir ásamt Óskari" Bjarnason

hér að neðan má sjá myndir af ömmu og (Jenna Badda A.K.A Gúndi) amma er semsagt þessi sem litur út fyrir að vera aðeins eldri

Jenni og Foreldrarnir


Sjáiði nú hvað hún amma er myndarleg rétt 75 ára

27.1.05

hérna er ltli frændi eins og Árni Haukur kallar hann!! Er hann ekki dáldið mökkaður til augnanna?

23.1.05

það er alltaf gaman af Benz en bara til að minna fólk á að í bissniss verður maður að vera á góðum bílum!! þetta er samsagt tekið í sumar þegar ég og Gauji gamli fórum til Coventry í bissniss

22.1.05

hérna er ég á Esjunni þann 22.4.2004 í Napóleon stelligunni

20.1.05

yfirlýsing!!

Ég vil hér með biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa meitt ákveðinn mann örninn nú þeir sem að lesa þessa síðu hans verða væntanlega eins hissa og ég yfir þessum ásökunum því þeir eiga ekki við rök að styðjast. Jú ég var þarna og já ég steig kannski á hann en viljandi var það ekki. Hann veit að ég er heiðarlegur leikmaður og myndi aldrei meiða neinn viljandi. En ég vona komi fljótlega aftur því þá fær hann að finna fyrir því fyrir að hafa sagt svona hluti um mig!! annars er ég bara góður og fínn vorið að koma og svona þannig að mðaur getur ekki annað en glaðst!!

kveðja Gunnar

16.1.05

Góðan daginn!!

jæja góðan daginn og gleðileg jól væri kannski viðeigandi að segja ef það væru jól!! en annars þýðir náttúrulega ekkert að blogga bara einu sinni í viku..... það venst nú alveg vona ég þar sem ekkert nýtt er að frétta af manni!!

en ég fór á föstudaginn með guttunum úr flugskólanum aðiens úá lífið. Fórum á snoker sport bara í hafnarfirði og spiluðum POOl og sumir voru mökkaðir en ég var bara rólegur;) kominn heim eikkað um tvö og aldrei þessu vant gat ég sofið út. Ég svaf alveg til 11, það var svo sem allt í lagi því að við ætluðum(ég og le twinbakes ásamt Rúnu) ekki að mæta hjá Adda(Arnar smiður og coari)fyrr en um 12 leytið að horfa á Liverpool-Manchester united... við skulum ekkert ræða um hvernig leikurinn fór það vita það allir sem hafa áhuga á þessu. allt í góðu með það svo fór ég heim, gerði mig kláran fyrir Emmessís boltann... og eins og venjulega er það mjög fínt og það batnar bara þegar maður er kominn í smá form og hættur að æla lifrum og lungum.Eftir það tók við smá tími til að jafna sig. Þar sem að ég hélt að veðurspáin væri fín ákvað ég að þrífa bílinn minn og reyndar gerði Össi það líka því að maður en það er nú samt greinilegt að maður þarf að fylgjast með veðurspánni bara helst á 5 mínutna fresti...... því þetta veður breytist hraðar en hratt..... því að það þurfti endilega að fara að snjóa í nótt og núna er ennþá snjór og 0 stiga hiti........Þetta fer að verða helv...... böggandi þetta veður því mig minnir að það sé búið að vera ömurlegt veður síðan þessi "hitabylgja" eins og sumir vilja kalla hana reið yfir hérna 1953 það virðist vera svo langt síðan!!


semsagt kallin bara góður yfir öllu nema veðrinu og allt ægilega fínt að frétta

kveðja Gunnar!!!!!

9.1.05

Ræktin á Sunnudögum

Það er nú ekki á hverjum degi sem að maður fer í ræktina á sunnudögum......... sérstaklega í ljósi þess að sunnudagar eru bara einu sinni í viku. En ég fór semsagt í morgun(það er sunnudagur í dag ekki daloondagur)og var það í rauninni ekkert frábrugðið öðrum dögum. Ég var að hugsa fyrstu setninguna í ræktinni og varð bara að segja einhverjum frá því. Ég vildi ekki snúa mér að næsta manni og segja honum þetta... maður veit ekkert hvernig fólk bregst við sko!! gæti haft leiðinlegar afleiðingar.

En eins og svo oft áður þá hef ég ekki tíma fyrir þetta þarf að fara að gera eitthvað

kveðja Sami Gunninn bara "nýr" líkami

6.1.05

engin 13da brenna þetta árið d:-(

Ekii kemst maður á þrettánda brennu þeirra mosfellinga þetta árið(gæti reyndar verið að ég komist) vegna stífra prófa hjá Flugmálastjórn ríkisins. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég að klára bóklega hluta einkaflugmannsins í kvöld tek ég 2 próf og á mánudaginn verður þetta svo endanlega klárað(nema að ég falli) með poppi og fragt(pompi og pragt) smá orðagrín í tilefni dagsins.

uhhh.. já alveg rétt ég ætlaði að segja frá brennuni.... En að sögn heimsfólks er þetta alveg ægilega fín brenna og ekki er flugeldasýningin af verri endanum, nema eitt árið þegar var sko hvasst að glóðin frá brennuni fauk í flugeldana og allt klabbið fór í gang meðan að kór mosfellsborgar var að syngja, sem var reyndar mjög fyndið því ég held að þau hefi ekki fattað þetta og haldið að allir væru að klappa fyrir sér:)

þetta var nú bara smá upprifjun og vona ég að þið hafið haft gaman af

má ekki vera að þessu þarf að fara að lesa

kveðja Gunnar álfatröll