24.12.04

Gleðileg jól!!

Jæja elsku rúsínuendapylsubrauðasósurnar mínar!!

ég vil nú bara byrja á því að óska þér og þínum alls hins besta um jólin og megi þið hafa það sem best.

Annars eisn og margir vita þá byrjuðu jólin hjá mér og fleirum reyndar í gær með tónleikum Bubba Morthens á Nasa og ekki klikkaði kallinn frekar en venjulega. Við vorum mætt 1945 í röð dauðans og fengum ekki einu sinni sæti(húsið opnaði 2000)þannig að á næsta ári mætir maður bara klukkan 1900 og stendur í röð.

Þá er maður líka með góða afsökun til að sleppa við skötuna hjá mömmu gömlu(eða ungu fer eftri því við hvern þú talar). Vel á minnst þessi þjóðsaga með að það sé migið á skötuna er sönn að vissu leyti, nema að skatan mígur á sig sjálf vegna þess að hún er ekki með nein nýru, þetta er reyndar eins með hákarl. Þess vegna ét ég ekki mat sem búinn er að míga á sig!!!

En jæja krakkar mínir þá er best að fara að undirbúa sig fyrir daginn kaupa jólagjafir og pakka inn :)

bið að heilsa ykkur og vona að þið hafið það sem allra best eins og áður segir
og því segi ég eins og Hemmi Gunn

ekkert stress veriði bless og............. Gleðileg Jól ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home