15.12.04

ahhh skólinn bara búinn!!

jæja krakkar mínir!!

Þá er bangsapabbi búinn í skólanum og þarf ekki lengur að vaka til 22:00 á hverju kvöldi d:-) d:-). mér gekk bara mjög vel takk fyrir það... Og á svo bara eftir að fara í próf hjá flugmálastjórn einhvern tíma í byrjun Janúar 2005. Og þá byrjar kallinn að safna sér tímum(flutímum) og ég get ekki sagt annað en mikið asskoti væri gaman að kaupa sér flugvél ásamt einvherjum góðum mönnum..... en það er bara eitt sem vantar og það eru víst peningarnir. Semsagt bara um 8 dagar held ég í Bubba tónleika og þar af leiðandi 9 dagar til jóla.... Núna er að verða búinn með skoðun á conquestinum og Við Addi erum búnir að gera Lagerana Helv..... góða í skýlinu...Semsagt búnir að leggja línuna fyrir Standardinn. Þetta verður flottasta skýlið á vellinum og þótt víða væri leitað(án ýkinga). Og fyrir ykkur öll þarna úti sem að vitið ekki hvernig er að hafa Snilldaryfirmann... Þá getið þið reynt að ímynda ykkur góðan yfirmann og margfaldað það með 100 og fengið út Hörð!! sem er vel að merkja Bossinn minn. Ekki bara það að hann er snilldaryfirmaður þá vill hann líka hafa hlutina í kringum sig tipp top... sem er mjög gott..


En ég má ekki vera að þessu því á laugardag þarf ég að fara að kaupa jólagjafir og get ekki sagt að mig hlakki til........ en þetta verður maður víst að gera til að fá einhverjar jólagjafir..

annars bara jólakveðja frá mér til allra

Kveðja Gunnar

e.s. þið sem fáið jólakort frá mér getið látið ykkur fara að hlakka til

2 Comments:

At 11:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með prófin Bangsabrói, já ég er nú reyndar ekki frá því að þú sért að verða svolítið bangsalegur.

Reyndu svo að komast í jólaskap og mundu að það á að vera gaman að kaupa jólagjafir.

Maður verður nú að fara að kíkja í kaffi á lagerinn hjá þér, er ekki alltaf heitt á könnuni??

Jólabangsakveðja
Bjarni Þór

 
At 9:53 f.h., Blogger Óli Pééé said...

Gratúlera með prófin! :D

 

Skrifa ummæli

<< Home