31.12.04

Gleðilegt Ár

jæja krakkar mínir!!

Ég vil bara óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka öllum landmönnum nær og fjær(já líka strndarmönnum) viðskiptin á árinu sem er að líða :) :)

ég ætla ekki að fara í að rifja upp það sem gerðist á árinu......... margt af því var gott og margt var slæmt.. sjálfsagt eins og hjá öllum!!

bið að heilsa og vona að þið hafið það sem allra best og sjáumst hress á nýju ári

get reyndar sagt ykkur að ég ætla að létta mig á árinu og lesa biblíuna(það eru mín áramótaheit)

kveðja ykkar heittelskaði Gunnar

28.12.04

byrjar "bíp" bíp" ruglið

"Bíp" er í staðinn fyrir helvítis..... af því ég bölva ekki

nú á milli jóla og nýjárs er oft leiðinlegur tími vegna þess að þá fara yfirleit unglingar að sprengja eitthvað "bíp" raketturugl og kjaftæði.... Og verð ég að segja þótt að maður hafi kannski gert þetta einu sinni þá er þetta "bíp" böggandi. Ma'ur verður víst að lifa við þetta, og vona að maður fari ekki á límingunni.

vildi bara deila þessu með ykkur og vona að þið séuð sammála mér í þvi

annars þá var ég ásamt fleirum að prófa nýtt spil(nýtt fyrir mér) sem að heitir sequence og það er svona rökhugsunar(hvað sem það nú er)spil og verð ég að segja að mér fannst það nú mjög skemmtilegt.....

vildi ég nú einnig koma því á framfæri

kveðja Gunnar

26.12.04

Jólin sem slík að Klárast!!

jæja krakkar mínir!!

Þá eru eins og segir í fyrirsögninni jólin sem slík að Klárast og það alveg hægt að fullyrða að það klikkar ekki maturinn frekar en fyrri daginn, Fyrst hjá möoður minni og kalli á aðfangadag jóla svo hjá Erlu frænku og co. á jóladag.

En Ótrúlegt en satt þá er kominn meistari í spilinu Popppunktur(við nefnum engin nöfn hann veit alveg hvað hann heitir):) :) uhhhh... ef einhver fattaði þetta ekki þá fórum við nokkur í popppunkstspilið í gær og ég sigraði( ég segi ég því að ég var reyndar með Elínu í líði en hún var eitthvað slöpp greyið)vona að henni batni í dag. Þetta er ágætis spil en þyrfti að ganga aðeins hraðar en þetta eru kannski bara byrjunarörðugleikar.

jæa þá er það semsagt 26 eða annar dagur jóla(ef jesú væri meðal vo í dag væri hann 2004 ára og eins dags ekki slæmt það) og ætli maður kíkki ekki í hliðina, næri sig og kíkki á þá snilldardagskrá sem sjónvarpsstöðin Sk´jar einn hefur uppá að bjóða....


hef ekkert meira að segja í bili en segi ykkur kasski frá jólagjöfum seinnveriði blessuð og hafið það sem allra allra best yfir hátíðarnar og vitanlega alltaf í lífinu!!!

kveðja Gunnar

24.12.04

Gleðileg jól!!

Jæja elsku rúsínuendapylsubrauðasósurnar mínar!!

ég vil nú bara byrja á því að óska þér og þínum alls hins besta um jólin og megi þið hafa það sem best.

Annars eisn og margir vita þá byrjuðu jólin hjá mér og fleirum reyndar í gær með tónleikum Bubba Morthens á Nasa og ekki klikkaði kallinn frekar en venjulega. Við vorum mætt 1945 í röð dauðans og fengum ekki einu sinni sæti(húsið opnaði 2000)þannig að á næsta ári mætir maður bara klukkan 1900 og stendur í röð.

Þá er maður líka með góða afsökun til að sleppa við skötuna hjá mömmu gömlu(eða ungu fer eftri því við hvern þú talar). Vel á minnst þessi þjóðsaga með að það sé migið á skötuna er sönn að vissu leyti, nema að skatan mígur á sig sjálf vegna þess að hún er ekki með nein nýru, þetta er reyndar eins með hákarl. Þess vegna ét ég ekki mat sem búinn er að míga á sig!!!

En jæja krakkar mínir þá er best að fara að undirbúa sig fyrir daginn kaupa jólagjafir og pakka inn :)

bið að heilsa ykkur og vona að þið hafið það sem allra best eins og áður segir
og því segi ég eins og Hemmi Gunn

ekkert stress veriði bless og............. Gleðileg Jól ;)

21.12.04

Kallinn bara búinn að Versla!!

jæja þá er kallinn bara búinn að versla allar jólagjafirnar og ekki seinna að vænna þetta var allt planað og á morgun er pakkað inn , fimmtudaginn er það Bubbi(semsagt jólin byrjuð) og svo kemur opna pakkana dagurinn sem er mjög gott. jæja vildi bara láta ykkur vita processinn í jólastemmningunni

kveðja Gunnar ákvað að breyta til og vera hérna heima núna ;)

19.12.04

álagið er að drepa mig!!

sökum gríðarlegs álags og kannski smá leti og skipulagsleysis.... hef ég ekki fundið mér tíma til að skrifa fólki sem býr erlendis jólakort þannig ða þegar nær dregur jólum verð' ég að fá að senda jólakveðjur bara hér á blogginu

og vel að merkja þá er kallinn bara byrjaður að kaupa jólagjafir þvílík harka mundu sumir segja og ég verð að vera sammála því og janfvel hrósa sjáfum mér fyrir að hafa keypt 3 eða 4 man það ekki alveg fyrstu jólagjafirnar í gær laugardaginn 18 desember. Góðann daginn og gleðileg jól...... jæja ég má ekki vera að þessu ég þarf að fara að finnu póstnúmer og heimilsföng

bið að heilsa og heyrumst síðar

stresskveðja Gunnar "nonsmoke" Bjarnason

17.12.04

Landafræðihorn Gunnars!!

ja nú er komið að því að ég fræði ykkur greyin dálitið um heimnn sem við búum í!!

Búrkina Fasó(her eftir kallað Búrkina) er land sem heillað hefur mig í gegnum tíðina. Þar sem ég hef ekki komið þangað vil að þið komið með mér í smá ferð og við tjekkum á þessu í sameiningu.Nú Búrkina er land í Afríku sem að hefur landamæri að löndum eins og Ghana, togo, Benin,Níger,Malí og Gíneu. Höfuðborg Búrkina heitir því skemmtilega nafni Ouagadougou. Fjödli fólks sem býr þarna er 12.272.289 og er áætlað að um 35 milljónir manna komi til með að búa þarna í kringum árið 2050. Semsagt land á uppleiðð allavega hvað fólksfjölda varðar. þetta eru um 274,200 ferkílómetar að stærð sem er fyrir þá sem ekki vita ca.2,5 sinnum stærra en Ísland. Franska er opinbera tungumál Búrkina búa en um 90% landsmanna tala þó afriskt mál innfæddra sem er rekið til Súdan. Nú eitthvað verða þessi grey að trúa á samt ekki allir því um 40% þjóðarinnar eru trúleysingjar en restin er kristinnar trúar og múslimar. Það er greinilegt að heilbrigðiskerfið bætti fara að taka sig á því að kallar lifa ekki nema 46ár að meðaltali og konur um 47ár.Má víst rekja þennan stutta aldur til hins skæða sjúkdóms eyðni. Það er ríkisstjórn þarna og eyðir hún peningum landsmanna sem kallast Afrískur Franki.

þar sem rískisstjórn er er einnig oft iðnaður(smá orðagrín til að komast klakklasut í næstu setningu)en hann er einna helst Bómull, sígarettur og sápa svo eitthvað sé talið. Og að lokum þá er þetta land náttúruauðlinda og eru þær einna helstar gull, silfur, kopar, nikkel og margt fleira.

ekki má gleyma þjóðarstoltinu sem allir vita er fáni þeirra búrkína búa en hann er ílangur eins og flestir fánar skipt í helming rauður að ofan og grænn að neðan með gula fína fimmarma stjörnu í miðjunni.

þetta var nú bara smá skemmtun fyrir ykkur sem hafið áhuga á skemmtilegum hlutum og jú náttlega líka fyrir ykkur hin d:-)

kveðja Gunninn
"hafsjór af fróðleik" (",)

ath. efni þetta er birt án ábyrgðar og einungis til gaman gert!!

15.12.04

ahhh skólinn bara búinn!!

jæja krakkar mínir!!

Þá er bangsapabbi búinn í skólanum og þarf ekki lengur að vaka til 22:00 á hverju kvöldi d:-) d:-). mér gekk bara mjög vel takk fyrir það... Og á svo bara eftir að fara í próf hjá flugmálastjórn einhvern tíma í byrjun Janúar 2005. Og þá byrjar kallinn að safna sér tímum(flutímum) og ég get ekki sagt annað en mikið asskoti væri gaman að kaupa sér flugvél ásamt einvherjum góðum mönnum..... en það er bara eitt sem vantar og það eru víst peningarnir. Semsagt bara um 8 dagar held ég í Bubba tónleika og þar af leiðandi 9 dagar til jóla.... Núna er að verða búinn með skoðun á conquestinum og Við Addi erum búnir að gera Lagerana Helv..... góða í skýlinu...Semsagt búnir að leggja línuna fyrir Standardinn. Þetta verður flottasta skýlið á vellinum og þótt víða væri leitað(án ýkinga). Og fyrir ykkur öll þarna úti sem að vitið ekki hvernig er að hafa Snilldaryfirmann... Þá getið þið reynt að ímynda ykkur góðan yfirmann og margfaldað það með 100 og fengið út Hörð!! sem er vel að merkja Bossinn minn. Ekki bara það að hann er snilldaryfirmaður þá vill hann líka hafa hlutina í kringum sig tipp top... sem er mjög gott..


En ég má ekki vera að þessu því á laugardag þarf ég að fara að kaupa jólagjafir og get ekki sagt að mig hlakki til........ en þetta verður maður víst að gera til að fá einhverjar jólagjafir..

annars bara jólakveðja frá mér til allra

Kveðja Gunnar

e.s. þið sem fáið jólakort frá mér getið látið ykkur fara að hlakka til

10.12.04

ekki 2 vikur heldur 13 dagar...............

............til jóla

eins og glöggir lesednur hafa tekið eftir er 10 desember í dag og samkvæmt okkar trú og venjum eru þá semsagt 2 vikur jóla!!. En ég er einn af þeim sem að hef undanfarið farið á þorláksmessutónleika Bubba Morthens, og þá má segja að jólin byrji hjá mér og reyndar mörgum öðrum. Ég fór semsagt í dag í búðina b-young held ég ða hún heiti á keypti 6 kvikyndi af miðum fyrir hitt og þetta lið......... Og það er eins gott að þið borgið ha.......!!!

Semsagt ég orðinn spenntur ég veit að Geiri bróðir er líka spenntur því hann hrigndi í mig í gær með Bubba á fóninum(já á fónium ekki undir geislanum) sem er nokkuð magnað fyirbæri. Össi bróðir(the twinbake formerly known as Örn tvíbaka) mætir með Jennu, eftir mikið ströggl tókst að fá Rúnu með svo mætir Addi sem ég kýs að kalla Arnar smiðurogcoari. Ég veit af Óla æi Óli hérna klikkaði muniði ekki? og bróðir hans......held að Pési mæti ekki.............

semsagt ég á bara eftir að fara í 1. próf, það er á mánudaginn er heitir Navigation............

svo veit maðpur bara ekkert hvað maður á að gera á kvöldin!!!

bið ða heilsa

Gunnar "Morthens "Bjarnason

8.12.04

til að halda öllum sáttum

jæja eins og sést á fræðandi tenglum þá er kominn einn sérstaklega fyrir hann elsku besta elsta bróðir minn hann Bjarna þór

hérna elsku kallinn minn færðu link inná Arsenal síðuna

kveðja Gunnar Bjarnason

4.12.04

úfff

það er í rauninni ekki gaman að vera ekkert rosalegur áhugamaður um tölvur en samt vill maður reyna að gera eikkað skiljiði eins og að setja inn myndir og linka á myndir sem að ég er búinn að vera að gera!! reyndar með hjálp Arnar litlabróður eð aeins og frakkarnir segja mon petit frére eða eikkað

eftir um hálftíma í símanum tókst mér að fatta hornklofi opinn of hornklofi lokaður
og allt þetta rugl!!

tölvukveðja

Gunni tölvukall

3.12.04

Jólabolla!!

nú í kvöld er jólabolla hjá flugleiðum, sem er vel að merkja gamli vinnustaðurinn minn og man maður þá tíma þegar að maður mætti í stélið klukkan 1700 sharp byrjaði að hella í sig fríum brennsa til svona 2000 og fór svo mökkaður niður í bæ og yfirleitt kominn heim um 2300 ekki mikið seinna allavega. En nú ætla ég að breyta til, fara í skólann(vel að merkja bara vika eftir) kíkja svo á þetta lið sem er orðið ofurölvi(allir nema Gummi Sig) ég ætla sko að vera edrú, þar sem ég fer að verða ábyrgur flugmaður !! hóst hóst!! :)

en annars þessi vika búinn og maður bíður bara spenntur alla helgina eftri nýrri vinnuviku muahaha

hils GunnEr BjarBason