14.11.04

Þrif!!

nú er ég þeim kosti gæddur að vera latur heima fyrir........hef samt þá bara lent í því einu sinni að láta uppvaskið mygla í vaskinum og það gerist EKKI aftur!!.. þannig að ég vaska nú upp reglulega og skipti á rúminu. En þegar kemur að því að þrífa þá reyni ég að finna upp ýmsar afsakanir fyrir sjálfum mér sem virka reyndar mjög oft. Þetta er vægt til orða tekið mjög leiðinlegt og ég skil ekki fólk eins og Elínu systir mína sem þrífur að ég held 3 í viku( ég er að tala um alþrif á íbúðinni).... En eins og einhver sagði mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Ég var semsagt að taka alþrif núna og ég er gjörsamlega að sigrast úr þreytu, og alltaf þegar ég tek alþrif, sem er svona tvisvar á ári, hugsa ég að nú væri asskoti gott að fá einhvern til að sjá um þetta fyrir sig svona einu sinni í viku. En þar sem maður er skynsamurur maður þá hef ég tekið þann pól í hæðina að gera þetta bara sjálfur og spara mér þannig 20 þús kall á mánuði eða hvað sem það er nú.

ég vil bara votta öllum samúð mína sem að þrífa mjög oft og trúið mér að ég verð ekki fyrsti maðurinn á staðinn sem að býðst til að hjálpa með þrifin en ef einhverjum vantar aðstoð við eitthvað annað má sá hinn sami koma og hjálpa mér að þrífa í staðinn.......... svokölluð kaup kaups.

bæ í bili og lifið hrein

Günther von vogel

2 Comments:

At 8:05 e.h., Blogger Óli Pééé said...

heyr heyr... sá hinn sama má líka heimsækja mig með mr.muscle brúsann :p

 
At 10:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jamm hún systir þín er dugleg :) en þetta kemur hjá þér gunninn min, batnandi mönnum er best að lifa :)

 

Skrifa ummæli

<< Home