15.6.06

HM er RUGL!!!

jú það er ekki hægt að segja annað en að HM sé RUGL skemmtilegt. ég var alveg búinn að gleyma því. Þannig er mál með vexti að ég var búinn að gera samning við Helenu mína um að horfa bara á tíu leiki, fannst það bara nokkuð gott því að mig minnti að á síðasta HM þá hafi ég ekki horft á nema eitthvað um 10 leiki. En núna vill svo "leiðinlega" til að ég er í orlofi, ég kýs að kalla þetta ekki fæðingaorlof vegna þess að þá gæti verið hægt að hanka mann á einhverju. Annars er þetta samningsmál sme ég gerði við Helenu komið í lögfræðing og á meðan það er þá verð ég að halda áfram að brjóta samninginn eins og get muahhahahahah. Annars finnst mér nú ekki sanngjarnt að segja að ég hafi horft á marga leiki, ekki nema 12 af tuttugu sem komnir eru. 60% nýting þykir nú ekkert rosalegt. Annars þá læt ég ykkur vita hvernig þetta dómsmál fer. Ég reikna nú með að það náist sátt í málinu en hún verður ekki rædd fyrr en eftir 9júlí nk.

kveðja GuHnnMar.(leynd skilaboð í undirskriftinni. hehehe

10.6.06

Kallinn bara orðinn pabbi

satt er það!

já fyrir þá sem ekki vita þá varð kallinn faðir um dagana. Lítil krúsileg prinsessa fæddi minni og krúsilega prinsessu að morgni 28 maí síðastliðinn. hún var 2970 grömm og 49 sm á lengd. ég verð að gefa info betur seinna því að skydlan já foreldraskyldan kallar

kv

Gunnar pabbi.

26.4.06

Miami Vice

já man einhver eftir þeim þáttum? voru mjög vinsælir á áttundaáratugnum en síðan ekki söguna meir.Kallinn(ég) keypti nefnilega fyrstu seríuna á VHS. Líklegt líka en ég keypti hana í DVD. Held að það sé mjög erfitt að finna hana á VHS. En málið er að þetta eru ekkert rosa spennandi þættir, Snúast aðallega um hvað Don Johnson(ma ekki alveg hvað hann heitir í þáttunum)er alltaf að skipta um föt(semsagt á heilt herbergi af fötum en hann býr samt bara í einhverjum bát í Miami. Þetta skil ég ekki alveg.

vildi bara koma þessu á framfæri

Gunnar

28.3.06

Skjótt skipast veður í lofti.

............satt er það. Nú eru heljamiklar framkvæmdir í gangi hér á bæ, ekki hægt að segja annað. "við" ákváðum fyrir nokkrum mánuðum síðan að skipta um fúgu(fyrir þá sem ekki vit aþá er fúga þaðp sem er á milli flísanna)en einhvern veginn hættum "við" við að gera þetta sökum þess að þetta var einum of mikkið vesen fyrir. En svo sá ég svona ljós sem að maður stur milli flísanna í Bauhaus(fylgjandi því að þeir(þau) komi hingað. Og þá var ákveðið að ráðast atur í verkið og byrjað var af miklum móð að skafa fúguna upp. En þvílíka þrælavinnan sem það er. Alveg með ólíkindum(ólíkum kindum eins og ég kýs að kalla það). Þannig að kallinn fékk þá snilldarhugmynd að skipta bara um flísarnar complett. Jú til að byrja með virðist það kannski vera auðvelt en til lengri tíma litið held ég að hitt hefði verið skynsamlegra. En þar sem maður er dottinn oní brunninn er ekkert annað að gera en að klifra uppúr honum og byrja að byrgja hann(klára jobbið fyrir þá em eki föttuðu)

kveðja Gunnar

26.3.06

eru ekki allir í stuði?

já góðan dag góðir hálsar. I dag er sunnudagurinn 26 mars 2006 og við erum hérna með ykkur á bylgjunni í góðu stuði.

Jú svona gæti opnunin á sunnudagsþætti með Ívari Guðmunds hljómað í dag ef hann væri með þátt í dag. En svo er víst ekki og ég verð að segja að ég er ekki svona hress alls ekki, Það er miklu auðveldara að hljóma sem hress skrifari hedlur en útvarps eða sjónvarpsmaður. Ég ætlaði bara að láta ykkur vita að ég er á lífi..............

kveðja Gunnar á lífi

13.3.06

Geisp.

Já það er ekki alust við að kallinn sé þreyttur eftir næturvaktina. Ég og Deddi(oft kallaður deddski eða jafnvel bara Deddmundur) erum með sérstakt Klæðaburðamálfar. Þannig er mál með vexti að maður er kannski á skrifstofunni og lítur útum gluggan og sér að það sé ágætisveður úti jújú gott með það, maður fer út og eftir svona 3 mínútur er manni orðið skítkalt. Þess vegna höfum við kallað veðrið hér í Kölnarborg eftir mínútum,og ykkur að segja þá er 3ja mínútna veðrið algengast hér. Stundum geturu verið lengur en stundum skemur, Þá lætur maður þann sem er á vaktinni með sér vita hvernig veðrið er með þ´vi að sejga bara mínúturnar. Annars er allt ægilega gott að frétta. það eru ekki nema sex afmæli í fjölskydlunni frá 10-20 mars. frekar sick en svona er þetta, leiðinlegt en ég kemst ekki í neitt þeirra sökum "vinnu" :-) Sjiiiittt eins og sumir segja. Ég ætlaði að vera voða fínn og fara í vagnabúð um daginn í frechen. Og fallegi líka hvað er mikið úrval, ég varð svo geðveikur þarna að ég fór að hlaupa á veggi nakinn með egg á bringunni. En ég slapp sem betur fer við handtöku af því ég er ekki orðinn nógu góður í þýskunni. Þannig að auðveldasta lausnin fyrir mig er að fá Helenu hingað og ég borga bara, það hljómar miklu betur.

Bið að heilsa ykkur í bili og Veriði sæl.

Gunnar Bjarnason.

20.2.06

Kölnarborg 20 Febrúar 2006

kæra dagbók!!

nú er ég að verða búinn með þetta úthald og þótt kallinn fíla alveg að vera hér þá er ekki laust við að það sé alltaf gaman að fara heim á klakan. Sérstaklega þegr maður stígur útúr Fraktaranum í KEF í fallega veðrinu líka en nóg um það. það sem hefur gengið á daga mína undafarið er spennandi frásagnar. Ég og Helena fórum til Kaupmannahafnar í byjun mánaðarins að kíkja aðeins á Anders Fogh og félaga. og þess má geta að ég eypti mér jafnmörg skópör og Helena(hún á vel að merkja um 50 pör) og ég jah allavega 3. nú ferðin var bara mjög fín gistum á DGI byen fyrir þá sem ekkja það vita þeir hvað ég er að tala um, og fyrir hina verðið þið bar að prófa það sjálf, við fórum m.a. í nudd. Síðustu nóttina gistum við á Radison SAS hóteli á Amager boulevard, sváfum á 20 hæð festumst í lyftu á sextándu restaurant á 25 og Helena gekk á vegg. hehehe. svo er ég bara búinn að vera hér síðan 8 þessa mánaðar að reyna la´ta gott af mér leiða og náttleg að vinna eikkað smá. búinn að kaupa fullt af drasli sem ég nenni ekki að telja upp, á eftir að kaupa fullt af drasli sem ég nenni ekki að telja upp heldur. fer heim á þriðjudagskvöld og verð í sælunni(fríi) fram til 8.mars

bið að heilsa að sinni

kveðja

Gunnar Bjarnason